English

Hvernig munum við standa að rannsókninni?

Í upphafi rannsóknar munum við bæta við fyrirliggjandi megindleg gögn með matslistunum KIDSCREEN-27 og PEM-CY. Sjónum verður beint að börnum með ýmsar þroskaraskanir og skynskerðingar, svo sem varðandi sjón og heyrn. Við söfnum einnig upplýsingum um ófötluð börn í samanburðarhópi og notum tölfræðiaðgerðir til að bera saman tölulegar niðurstöður um hópana tvo.

Síðari hluti rannsóknarinnar felur í sér tilviksathuganir (e. case studies) með völdum hópi fatlaðra barna. Þar verður upplýsinga aflað með opnum viðtölum við börnin, foreldra þeirra og aðra lykilaðila. Einnig verða þátttökuathuganir á heimilum barnanna, í skólum þeirra og nærsamfélagi. Við munum greina gögnin ítarlega til að skilja betur líf og líðan barnanna og kalla fram reynslu þeirra og forgangsröðun.

Rannsóknin hefur hlotið samþykki Vísindasiðanefndar á Heilbrigðisvísindasviði (16-187).


Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: sne@hi.is
Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði (nr. 174299-051)