English

Um rannsóknina – Helstu lærdómar

Niðurstöður LIFE-DCY rannsóknarinnar sýna hvernig mikilvægir þættir lífsgæða og þátttöku tengjast í mismunandi samhengi og á mismunandi tímum. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig viðteknum hugmyndum um eðlilegt líf, fötlun og barnæsku er viðhaldið og áhrif þessa á líf og líðan fatlaðra barna og unglinga. Einnig veitir hún innsýn í tengsl og birtingarmyndir hugsmíðanna lífsgæði og þátttaka í lífi fatlaðra barna og ungs fólks.

Í takt við umbreytingaáherslur rannsóknarinnar höfum við lagt áherslu á að nýta þekkinguna sem skapast hefur til að stuðla að umbótum og nýsköpun í þjónustu. Við höfum miðlað niðurstöðum til og átt samtal við stefnumótandi aðila, samtök fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra, sérfræðinga og aðra. Við höfum lagt áherslu á leiðir til að efla þátttöku og ryðja úr vegi hindrunum fyrir fötluð börn og ungmenni í ræðu og riti.

Yfirlit yfir birtar greinar má finna hér.


Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: sne@hi.is
Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði (nr. 174299-051)