English

Velkomin(n) á vefsíðu rannsóknarverkefnisins LIFE-DCY

Hér getur þú fundið helstu upplýsingar um rannsóknarverkefnið. Rannsóknin beinist að lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga á Íslandi. Raddir og reynsla barnanna eru í brennidepli.

Lífsgæði og þátttaka barna og unglinga: Umbreytingarannsókn

Rannsóknin er umbreytingarannsókn. Það þýðir að við viljum greina það sem styður við eða dregur úr lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga.

Jafnframt viljum við nýta niðurstöður til að skilgreina leiðir til að stuðla að aukinni velsæld og samfélagsþátttöku barnanna. Upplýsinga er aflað á fjölbreyttan hátt, svo sem með spurningalistum, viðtölum og þátttökuathugunum á heimili, í skóla og víðar.

Meira um markmið rannsóknarinnar

Hverjir koma að rannsókninni

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Einnig taka þátt Stefan Hardonk, lektor; doktorsnemarnir Linda Björk Ólafsdóttir og Anna Sigrún Ingimarsdóttir; og rannsakendurnir Ásta Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Barbara Gibson dósent við háskólann í Toronto tengist einnig rannsókninni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og fleiri aðila.

Meira um rannsakendur


Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: sne@hi.is
Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði (nr. 174299-051)